„Árið 1851 varð séra Gísli Ísleifsson bráðkvaddur, er hann var að flytja stólræðuna í Kálfholtskirkju, sunnudaginn 7. júlí. Nokkrum árum síðar var kirkjan rifin og byggð upp að nýju. Var þá einnig smíðaður nýr predikunarstóll, en gamli predikunarstóllinn látinn inn í bæ, bak við þil á gestastofunni og hafður fyrir ruslakistu. Eftir að predikunarstóllinn var fluttur inn í bæinn, varð vart við reimleika í stofunni.“ Þannig segir Elías Halldórsson frá Sandhólaferju frá og vitnar svo í frásagnir úr Kálfholti frá þeim árum þegar hann var sjálfur sóknarbarn Kálfholtsprests, Ekki þótti ráðlegt að menn svæfu einir í gestastofunni en þeir sem það gerðu heyrðu þar högg, bresti og sáu séra Gísla bregða þar fyrir. Helgi Hannesson kannaðist einnig við frásagnir af reimleikunum í Kálfholti og telur líkt og Elías að þá hafi mátt rekja til óvirðulegrar meðferðar á gömlum kirkjugripum. (HH1, EH 1956, 268)

Leave a Reply