Leynhóll er allstór hóll í túninu austan við gamla bæjarhólinn á Hamrahól. Um hann er sú sögn að við honum megi ekki hreyfa. Einhvern tíma átti að grafa þar fyrir helli og sýndist mönnum þá bærinn standa í björtu báli og var þá hætt við það verk. Að sögn Tómasar Steindórssonar bónda á Hamrahól hefur samkvæmt munnmælum þrisvar verið reynt að grafa í hólinn og sjást lautir eftir á öllum stöðunum en í hvert sinn hefur bærinn sýnst brenna. Leynhóll var sleginn, seinni árin með vélum og var það ekki talið ganga gegn álögunum. Huldufólksbyggð er talin í Klettum sem eru ofan við nýja íbúðarhúsið á Hamrahól og var börnum tekinn vari við að leika sér þar. (Örnefnaskrá Hamrahóls, TóS)

Leave a Reply