Álfakirkjan á Syngjanda

Teikning: J. Laczkowski

Syngjandi er lítil laut fyrir neðan túnið í Norður-Vík, ekki langt frá gömlu rafstöðinni í Víkurgili. Þar var bænhús eða hálfkirkja fyrr á öldum og sér ennþá móta lítillega fyrir rústunum ef vel er gáð. Löngum var það trú manna að þar væri álfakirkja og var sú sögn á lofti að álfarnir dönsuðu á botni gilsins á jólanótt.

(Sögn fólks í Mýrdal – Stílfært og skráð af Sigrúnu Lilju Einarsdóttur. Óútgefin ritgerð: Kyngimögnuð náttúra – þjóðsögur og sagnir- Mýrdalshreppur, mars 2005.)

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.