Smali heitir steinn fyrir austan túnið á Skarði í Landsveit, hálf önnur mannhæð þar sem hann er hæstur og uppi á honum tvær þúfur. Steinn þessi varð þannig til að einu sinni reiddist kvíakona smalanum á staðnum fyrir það að ær vantaði. Jókst það orð af orði þar til þau heituðust hvort við annað og urðu að steini. Þúfnakollarnir uppi á steininum eru höfuð þeirra (ÞJÁ I, 459).

Leave a Reply