Guð launar fyrir hrafninn

1891 gerðist það á tveimur bæjum í Holtunum, Brekkum og Litlu Tungu að þar fæddust mörg vansköpuð lömb. Í stað snoppu höfðu lömbin trjónur líkar hrafnsgoggum. Atvik þetta var rakið til þess að sumarið áður höfðu piltar frá öðrum bænum skorið fætur undan hrafnsungum en skilið ungana eftir lifandi nærri hrafnslaupnum. Á þessum tíma var fé lagt til höfuðs hrafninum og fékkst féð greitt þegar menn skiluðu hrafnsklónum. Þótti fólki að vonum ómannúðlegt hjá piltunum að hafa ekki drepið fuglana og var sagt að hér sannaðist hið fornkveðna, guð launar fyrir hrafninn.

(HH1)

Leave a Reply