Þórunn Gísladóttir ljósmóðir bjargar barni með silkiklút

Þórunn Gísladóttir grasalæknir og ljósmóðir frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi þótti afburða happasæl ljósmóðir. Hér segir dóttir hennar, Guðrún Filippusdóttir, frá því þegar móðir hennar tók á móti barni sem lá öfugt í móðurkviði  og læknirinn treysti sér ekki til að bjarga.

Það var einu sinni kona sem hún var sótt til, og henni gekk nú voða illa svo læknirinn var sóttur líka. Og svo segir hann: ,,Ja, nú get ég ekki meira, Þórunn mín, en ef þú getur eitthvað þá skalt þú gera það sem þú getur.“ Þá segist hún láta silkiklút á hendina á sér og fer inn með konunni og kemur klútnum á höfðið á barninu og getur snúið því svoleiðis. Barnið lá nefnilega svo öfugt í móðurkviði að það gat ekki fæðst. En hún gat snúið því svona, bara með því að láta silkiklút yfir höfðið og snúa því. En svona gerði hún mörg verk sem að læknirinn vildi helst vera laus við, bæði að binda um beinbrot og annað.

(Eftir sögn Guðrúnar Filippusdóttur. Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í september 1970 (SÁM 90/2325): https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1012659

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.