Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi. Vefurinn var unnin af Kirkjubæjarstofu með góðum styrk frá Uppbyggingarsjóði SASS.

Vefurinn Sagnir á Suðurlandi er svokallaður lifandi vefur þar sem mögulegt er að bæta við sögum með því að smella á hnappinn SENDA INN SÖGU. Einnig má senda inn mynd með hverri sögu en geta þarf heimildar og hver er höfundur ljósmynda fylgi þær með.

Vefurinn var upphaflega hannaður af fyrirtækinu Lupina en síðan endurhannaður af fyrirtækinu Vefsíðugerð.com

Það er Kirkjubæjarstofa sem á og hefur umsjón með vefnum.