kbs

Grettisskarð

Grettiskarð heitir skarð mikið norðarlega í Hrútafellsfjalli (undir Eyjafjöllum). Það er, að sögn, eitt af þrekvirkjum Grettis sterka Ásmundsonar, er hann vann á ferðum sínum. Það stykki, er hann þar úr hratt, er hamar feiknastór, sem Drangur heitir, til vissu margar mannhæðir á hæð og eftir því ummálsmikill. Við hann er bærinn í Drangshlíð kenndur, […]

Grettisskarð Read More »

Bæjarbruni á Móeiðarhvoli

Þorsteinn Magnússon frá Espihóli, sýslumaður Rangvellinga, bjó að Móeiðarhvoli og var jafnan talinn með hinum vitrustu og mestu sýslumönnum. Valgerður er nefnd kona hans, Bjarnadóttir sýslumanns hins ríka á Skarði, afar ágjörn og miskunnarlaus við snauða menn, að talið er. Er það eitt til dæma talið, að eitt sinn væri hún á þingi með Þorsteini

Bæjarbruni á Móeiðarhvoli Read More »

Þykkvibær í Landbroti

Helgi borgari Þórarinsson í Þykkvabæ

Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá Helga Þórarinssyni (1861-1915) bónda í Þykkvabæ í Landbroti.  Helgi Þórarinsson bjó í Þykkabæ í Landbroti um aldamótin 1900. Hann var kallaður Helgi borgari vegna þess að hann fékk útgefið borgarabréf frá sýslumanni til að hefja verslunarrekstur. Hann verslaði í mörg ár og það voru þægindi

Helgi borgari Þórarinsson í Þykkvabæ Read More »

Slysfarir Hraunsbænda

Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá örlögum feðganna Bjarna Bjarnason (1856-1917) eldri og Bjarna Bjarnason (1892-1937) yngri sem voru bændur í Eystra- Hrauni á fyrra skeiði 20. aldar og drukkuðu báðir í sitt hvoru slysinu.  Bjarni Bjarnason bjó í Hrauni í Landbroti, gekk vel búskapurinn og varð vel efnaður. En áður

Slysfarir Hraunsbænda Read More »

Skipsströnd á Hverfisfjöru og við Skaftárós

Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá skipsströndum á Hverfisfjöru og Meðallandsfjörum á fyrra skeiði 20. aldar.  Það strandaði einu sinni skip á Hverfisfjörum og það tókst illa til með strandmennina. Það varð vart við þá daginn áður en þeim var bjargað en ekki gerð nein gangskör að því. Svo kól þá

Skipsströnd á Hverfisfjöru og við Skaftárós Read More »

Slysfarir í Kúðafljóti

Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá drukknunum í Kúðafljóti snemma á 20. öld.  Í Kúðafljóti drukknaði, skömmu eftir aldamótin 1900, Eggert Guðmundsson ljósmyndari  frá Söndum [1905]og Einar Bergsson bóndi á Mýrum í Álftaveri [1918]. Þar drukknaði líka séra Sveinn Eiríksson prestur í Ásum í Skaftártungu [1907]. Hann drukknaði í Kúðafljóti á

Slysfarir í Kúðafljóti Read More »

Drukknun Kristófers pósts

Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá drukknun Kristófers Þorvarðarsonar (1854-1893) pósts í Svínadalsvatni.  Í Svínadalsvatni drukknaði Kristófer Þorvarðarson póstur. Hann var þá í póstferð og ætlaði að ríða vatnið en það var vont að sundleggja það. Hesturinn er talinn hafa flækst í beislinu þegar hann var að sundríða vatnið. En ég

Drukknun Kristófers pósts Read More »

Frá Árna sýslumanni Gíslasyni

Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá Árna Gíslasyni (1820-1898) sýslumanni sem bjó á Kirkjubæjarklaustri og Holti á Síðu á seinna skeiði 19. aldar og þótti umdeildur. Í fyrstu frásögninni hefur sögumaður líklega slegið saman nöfnum Árna allrafrænda og Vigfúsar geysis föður hans, en það var sá síðarnefndi sem varð úti á

Frá Árna sýslumanni Gíslasyni Read More »