Grettisskarð
Grettiskarð heitir skarð mikið norðarlega í Hrútafellsfjalli (undir Eyjafjöllum). Það er, að sögn, eitt af þrekvirkjum Grettis sterka Ásmundsonar, er hann vann á ferðum sínum. Það stykki, er hann þar úr hratt, er hamar feiknastór, sem Drangur heitir, til vissu margar mannhæðir á hæð og eftir því ummálsmikill. Við hann er bærinn í Drangshlíð kenndur, […]