Bóndinn á Ámóti

Bóndi nokkur bjó á Ámóti í Flóa og dreymdi draum, að hann skyldi drukkna í sjó, allt hvað hann færi til sjávar innan tuttugu ára hvað hann hugði að enda. En er vantaði viku upp á tuttugu ár var hann að leysa hey í garðinum um morguninn, hætti, en sagði konu sinni hann ætlaði suður á Bakka að fá sér máltíð hjá kunningjum sínum, fyrst þar bærist fiskurinn á land. Tók svo tvo hesta úr hesthúsi, og lagði reiðing á annan en reið öðrum. En nær hann kom suður að Einarshöfn var sá formaður að afferma í annað sinn sem hann vildi finna, kallaði til hans og sagði sitt erindi en hann bauð honum hvort hann vildi taka fisk heima eða í fjörunni eður róa út með sér svo þeir gæti skrafað nokkuð til gamans, þar svo væri gott og brimlítið. Reri hann svo með þeim en það skip forgekk í aðróðri og allir menn og rak engan upp, nema skipið fannst í Grindavík.

Íslenskt þjóðsagnasafn, III. bindi. 2000. Ólafur Ragnarsson, Sverrir Jakobsson og Margrét Guðmundsdóttir sáu um útgáfuna. Reykjavík, Vaka-Helgafell. Bls. 252

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.