Brúarhlöð

Hjá Gýgjarhóli í Biskupstungum eru klettar í Hvítá og þrengsli. Það heitir á Brúarhlöðum. Þar er sagt að brú hafi verið í fornöld og notuðu Upp-Tungnamenn hana er þeir námu efra hlut Hrunamannahrepps. Haukur bjó í Haukadal, en hafði sel í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Gýgur bjó að Gýgjarhóli. Hann þóttist líða átroðning af umferðinni yfir brúna og lét því brjóta hana af. Þegar Haukur kom að henni næst eftir það og sá að brúin var af reiddist hann og stökk yfir á hlöðunum, en bilaðist við það og dó af. Er leiði hans hjá Haukholtum (Íslenzkar Þjóðsögur og ævintýri/safnað hefur Jón Árnason; Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík: Þjóðsaga, 1954-1961, 4, bls. 133).

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.