Bruni á Stórólfshvoli

Verðmætin voru komin í kirkjuna áður en bærinn brann

Katrín Erlendsdóttir, kona (d. 1693).Vigfúsar sýslumanns Gíslasonar (d. 1647) á Hvoli, var kvenskörungur mikill og sögð harðráð og peningaskyggn. Eftir að hún var orðin ekkja, brann bærinn á Stórólfshvoli með miklum auðæfum. Þóttist hún þá sjá mann sinn hvessandi logann og fleiri ótrúleg býsn. Hafði hún áður geymt gersemar sínar í kirkjunni, en dreymdi litlu fyrir brunann, að hún brynni, og var því búin að láta bera allt sitt inn í bæinn, dýrgripi, peninga og annað, en vinnuhjúaeignir voru allar í kirkjunni, því að þangað lét hún bera þær áður bærinn brynni, og með þeim hætti héldu þau sínu.

Eftir syrpu með hendi Gísla Konráðssonar

Jón Þorkelsson. 1956. Þjóðsögur og munnmæli. Bókfellsútg. Rv. s. 36

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.