Rangárþing ytra og Ásahr.

Þjófaspöng í Þjórsá

Örskammt ofan við laxalögnina Skerið er Þjófaspöng í Þjórsá þar sem hringiðunni undan Urriðafossi sleppir. Þar er áin mjóst milli klappa og leggur þar ótrúlega fljótt í vægu frosti. Eitt sinn höfðu sveitamenn verið að elta landshornamann eða þjóf og höfðu króað hann af á klöppunum við mjóddina undan fossinum en einnar nætur ís var […]

Þjófaspöng í Þjórsá Read More »

Huldumaður í Vatnsholti

Huldumaður sem bjó í Vatnsholti sem er í landi Berustaða heillaði heimasætuna á bænum og gaf henni gullhring. Þetta gerðist í upphafi 20. aldar. Það fylgir sögunni að huldumaðurinn hét henni tryggð og órofa unaði en ástarraunum ef ekki yrði af hjónabandi þeirra. Faðir stúlkunnar brást við hatramlega. hann lagði hringinn á steðja og barði

Huldumaður í Vatnsholti Read More »

Haugar fornkvenna í Holtum

Arnkalta og Bera hétu systur sem ólust upp í Holtunum til forna. Þær eru sumsstaðar sagðar dætur Jólgeirs landnámsmanns á Jólgeirsstöðum skammt frá Seli í Holtum. Aðrar heimildir telja þær dætur Þórarins bónda á Þórarinsstöðum sem stóð þar sem nú er land Berustaða. Báðir þessir bæir eru fyrir löngu komnir í eyði. Á Þórarinsstöðum má

Haugar fornkvenna í Holtum Read More »

Huldubær í túni Meiri-Tungu

Huldubær var í túni Meiri-Tungu sem áður hét Moldartunga. Engum sögum fer af huldufólinu utan að þegar plægt var þar laust fyrir 1930 reyndu verur þessar að stöðva verkið en tókst ekki. Huldufólksbærinn er í stórum kletti sem skagar út úr brekku rétt vestan við þar sem stóð áður Ranakot. Þar bjuggu á fyrri hluta

Huldubær í túni Meiri-Tungu Read More »

Jóhannesargil í landi Berustaða

Sagnir herma að vinnumaður einn, Jóhannes að nafni hafi drukknað eða drekkt sér í brunni þar sem heitir síðan Jóhannesargil. Þá stóðu fjárhús á þessum stað og má enn má móta fyrir tóftum þeirra. Jafnan þótti óhreint við Jóhannesargil þó engum sögum fari af reimleikunum þar. Staðurinn er nálægt því að vera miðja vegu milli

Jóhannesargil í landi Berustaða Read More »

Sjódraugur æpir hátt

Jón Sigurðsson hét maður; hann átti heima á bæ þeim í Holtasveit er Árbæjarhjáleiga heitir. Eitt sinn gekk Jón út á Eyrarbakka. Varð honum samferða unglingspiltur, Hafliði Helgason frá Árbæ. Þetta var rétt fyrir jólin. Segir ekki af ferð þeirra fyrr en þeir komu á Bakkann síð dags, afluku erindi sínu með flýti og gengu

Sjódraugur æpir hátt Read More »

Skólaþjónusturnar

Það fór ekki vel þegar skólaþjónustan fékk lánaðar nærbækurnar nýþvegnar Það er kallað að heitast ef menn biðja hver öðrum mikilla óbæna og eiga heitingar oft að hafa orðið að áhrínsorðum. Svo er mælt að þá er skóli var í Skálaholti hafi þar verið tvær skólaþjónustur. Þær vóru báðar illar mjög og þungyrtar ef því

Skólaþjónusturnar Read More »

Sæmundur fróði fær Oddann

Þegar þeir Sæmundur, Kálfur og Hálfdan komu úr Svartaskóla var Oddinn laus og báðu þeir þá allir kónginn að veita sér hann. Kóngurinn vissi dável við hverja hann átti og segir að sá þeirra skuli hafa Oddann sem fljótastur verði að komast þangað. Fer þá Sæmundur undireins og kallar á kölska og segir: „Syntu nú

Sæmundur fróði fær Oddann Read More »