Graður kumbur í Kumburtjörn

Strönd í Meðallandi

Kumbur er annað nafn á furðuskepnunni nykur og til eru örnefni sem dregin eru af þessu nafni nykursins.

Hjá Skarði í Landsveit er Kumburtjörn og í henni býr nykur sem er ýmist þar eða í vatni hjá Háholti í Gnúpverjahreppi. Einu sinni kom graðnykur úr Kumburtjörn og fyljaði meri eina. Folaldið sem merin átti varð stór hestur og hinn mesti valgripur en aldrei mátti ríða honum í djúpt vatn því þá vildi hann leggjast niður.

Einnig hefur komið úr tjörn þessari grá kýr troðjúgra en þegar átti að mjólka hana tók fólk eftir að klaufirnar sneru aftur. Svo óð var skepna þessi að hún kramdi eitt barn bóndans til dauðs og hvarf síðan (Íslenzkar Þjóðsögur og ævintýri/safnað hefur Jón Árnason; Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík: Þjóðsaga, 1954-1961, 1, bls 131).

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin

Tengdar sögur

Strönd í Meðallandi
Allar sögurnar

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.

Strönd í Meðallandi
Allar sögurnar

Skatan í Þverá

Jón magnar upp skötu til að stýra landbroti á bökkum Þverár.