Kirkjugarðsleg Sæmundar

Sæmundur fróði lagði svo fyrir þegar hann lá banaleguna að ef enginn fyrirburður yrði þegar lík hans væri borið út úr bænum þá skyldi ekki grafa hann í kirkjugarði, heldur dysja hann einhverstaðar annarstaðar. En þegar lík hans var borið út úr bænum út í kirkju þá kom stórrigning allt í einu úr heiðskíru lofti og sólskini, og var því lík hans grafið í kirkjugarði. Svo segja aðrar sögur að Sæmundur sé grafinn í norðvestur frá kirkjudyrum í Odda utarlega. Steinn er yfir leiðinu af óhöggnu grjóti, nú mjög jarðsiginn. Á honum hefur sú átrú verið að menn hafa vakað þar á náttarþeli og gengið burtu horfnir krankleika, einkum þeir sem haft hafa heimakomu.

(Íslenzkar Þjóðsögur og ævintýri/safnað hefur Jón Árnason; Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík: Þjóðsaga, 1954-1961, 1, bls. 436).

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.