Níska prestfrúarinnar í Hólmaseli

Kirkjustaðurinn Hólmasel hvarf undir Skaftáreldahraunið 1783. Hér segir Rannveig Einarsdóttir (1895-1990) frá Strönd í Meðallandi frá prestfrúnni á staðnum sem þótti nísk.

Þegar það sást hvað verða vildi í Hólmaseli í Skaftáreldum þá bað presturinn konu sína að gefa fólkinu að borða það sem það vildi, skyr og rjóma og annað sem til væri. En hún lokaði tunnunum, og sagði að fólkið fengi þetta þegar það væri allt af staðið, eldgosið væri búið. En það hvarf, Hólmaselið, og hefur aldrei sést síðan. Þó eru munnmælasögur um það að drengur einn hafi fundið turninn í hrauninu einu sinni.

Frásögn Rannveigar Einarsdóttur frá Strönd í Meðallandi. Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í apríl 1974 (SÁM 92/2595): https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1015155

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.