Oddnýjartjörn

Oddnýjartjörn og Búrfell

[vc_row type=”in_container” full_screen_row_position=”middle” column_margin=”default” column_direction=”default” column_direction_tablet=”default” column_direction_phone=”default” scene_position=”center” text_color=”dark” text_align=”left” row_border_radius=”none” row_border_radius_applies=”bg” overlay_strength=”0.3″ gradient_direction=”left_to_right” shape_divider_position=”bottom” bg_image_animation=”none”][vc_column column_padding=”no-extra-padding” column_padding_tablet=”inherit” column_padding_phone=”inherit” column_padding_position=”all” background_color_opacity=”1″ background_hover_color_opacity=”1″ column_shadow=”none” column_border_radius=”none” column_link_target=”_self” gradient_direction=”left_to_right” overlay_strength=”0.3″ width=”1/1″ tablet_width_inherit=”default” tablet_text_alignment=”default” phone_text_alignment=”default” column_border_width=”none” column_border_style=”solid” bg_image_animation=”none”][vc_column_text]

Húsfreyja mælti um og lagði á að aldrei skyldi veiðast í tjörninni 

Á hálsinum milli Steigarlands og Ketilsstaðalands er tjörn í litlu dalverpi. Hún heitir Oddnýjartjörn, og er á öðrum stað sögn um nykur í henni. Veiði hafði verið í tjörninni og notuð frá Ketilsstöðum og eitthvað frá Brekkum, sem land áttu að tjörninni austan frá. Nú veiddu menn eitthvað dálítið í tjörninni og lögðu í hana silunganet. Merkishúsfreyja var þá á Ketilsstöðum, er Oddný hét. Hún átti mest veiðina og veiddi mest. Einhvern tíma þegar hún vitjar um net sín, eru þau öll í einum hnút og ekkert í þeim nema áll, andstyggilega ljótur. Kenndi hún bónda um þetta, sem bjó á Rauðhálsi og var fjölkunnugur. Oddný kunni líka nokkuð fyrir sér, og í reiði sinni mælti hún um og lagði á að aldrei framar veiddist í tjörninni annað en áll og óæti. Þá hvarf öll önnur veiði þaðan, og tjörnin fékk nafn sitt, Oddnýjartjörn.

Um 1900 flutti Gísli Þórarinsson bóndi á Ketilsstöðum silungsseiði í Oddnýjartjörn, og hefur lítið borið á því að þau döfnuðu þar.

(Þjóðsögur og þættir úr Mýrdal/Eyjólfur Guðmundsson frá Hvoli; Þórður Tómasson fr. Skógum bjó til prentunar. Reykjavík: Örn og Örlygur, 1981. Bls. 114)

Myndina tók Þórir N Kjartansson. Fremst er Oddnýjartjörnin, næst Búrfell og svo Mýrdalsjökull[/vc_column_text][/vc_column][/vc_row][vc_row type=”in_container” full_screen_row_position=”middle” column_margin=”default” column_direction=”default” column_direction_tablet=”default” column_direction_phone=”default” scene_position=”center” text_color=”dark” text_align=”left” row_border_radius=”none” row_border_radius_applies=”bg” overlay_strength=”0.3″ gradient_direction=”left_to_right” shape_divider_position=”bottom” bg_image_animation=”none”][vc_column column_padding=”no-extra-padding” column_padding_tablet=”inherit” column_padding_phone=”inherit” column_padding_position=”all” background_color_opacity=”1″ background_hover_color_opacity=”1″ column_shadow=”none” column_border_radius=”none” column_link_target=”_self” gradient_direction=”left_to_right” overlay_strength=”0.3″ width=”1/1″ tablet_width_inherit=”default” tablet_text_alignment=”default” phone_text_alignment=”default” column_border_width=”none” column_border_style=”solid” bg_image_animation=”none”][image_with_animation image_url=”7851″ animation=”Fade In” hover_animation=”none” alignment=”” img_link_large=”yes” border_radius=”none” box_shadow=”none” image_loading=”default” max_width=”100%” max_width_mobile=”default”][/vc_column][/vc_row]

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin

Tengdar sögur

Strönd í Meðallandi
Allar sögurnar

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.

Strönd í Meðallandi
Allar sögurnar

Skatan í Þverá

Jón magnar upp skötu til að stýra landbroti á bökkum Þverár.