Prestssynirnir á Felli

Sjóslys í Mýrdal

Prestur einn var á Felli í Mýrdal austur; hann átti tvo syni, hina mestu atorkumenn. Miðvikudag einn um föstuna þegar prestur messaði gerðu þeir sig úrkynja öllum öðrum mönnum, skeyttu ekki messunni, en fóru til sjóar og réru því hreinveður var. En er lokið var messu bráðrauk hann á norðan og rak þá undan landi í haf og hefir ekki til þeirra spurzt síðan.³

Svo sagði garnli Ólafur á Sólheimum¹ er andaðist hér um bil 1830—1834, þá um nírætt, að í það eina sinni hefði hann heyrt getið um að skip hefði farizt af Melnum af gömlum mönnum; — ekki er laust við að Melurinn sé ekki eitt af þeim landspörtum er sérleg heppni hafi á legið. Síðan hafa þar ekki farizt nema ef telja skal þá Árna Högnasyni hvolfdi þar í sjó fyrir vangæzlu sakir — að sagt er — án þess að nokkuð yrði að skipi eður mönnum fyrr en nú 14. júlí 1864 að fjórtán menn drukknuðu af skipi. Gamli Ólafur mundi langt fram. Hann mundi eftir Gísla Eiríkssyni í Fjósum 1756—57, eftir prestunum síra Jóni Steingrímssyni, síra Oddi á Felli og síra Jóni Guðmundssyni á Felli, síra Daða Guðmundssyni (fæddur 1706, vígðist 1750, deyði 1779)

(Íslenzkar Þjóðsögur og ævintýri/safnað hefur Jón Árnason; Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík: Þjóðsaga, 1954-1961, 4, bls. 147-148).

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.