Reimleikar í Gröf

Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá reimleikum sem áttu sér stað á bænum Gröf í Skaftártungu í hans minni, líklega skömmu eftir aldamótin 1900.

Í Gröf í Skaftártungu bjó vandað fólk. Þar var húsum læst á nóttinni en þegar að fólkið kom fram á morgnanna var eldurinn oft breiddur á gólfið. Hann var ekki kulnaður og gat fólkið sópað honum saman og kynnt hann. Og þetta gerðist æði oft þarna. En það var ekki til neinum að dreifa þarna sem kæmist inn í bæinn.

Sögn Þorbjarnar Bjarnasonar (SÁM 90/2299). Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í maí 1970 sjá https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1012316

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.