Sankti-Páll strandar í Meðallandi

Spítalaskipið Sankti Páll

Skipsströnd voru tíð á Meðallandsfjörum í fyrri tíð og þóttu sum strönd frásagnaverðari en önnur. Franska spítalaskipið Sankti Páll þótti einstaklega glæsilegt, en það strandaði við ósa Kúðafljóts árið 1899. Hér segir Jón Sverrisson (1871-1968) frá því þegar hann var sendur til að rífa skipið: 

Sankti-Páll var dásamlegasta skip sem ég hef séð á ævinni. Hann kom þarna upp í sandinn heilu og höldnu og það var selt allt á uppboði. Og ég var sendur austur frá Vík til að rífa skipið. Það er það hörmulegasta verk sem ég hef nokkurntíma unnið, því það var svo dásamlegur frágangur á þessu skipi. Þetta var nokkurskonar spítalaskip, franskt. Og þar var prestur og læknir og ýmislegt af fyrirfólki sem ekki er venjulega á fiskiskipum. Skipið var allt eirklætt í sjó og koparselgt. Og þetta urðum við að rífa niður. En nú á tímum hefði það ekki verið rifið, það hefði verið hægt að ná því út, því það var á þurru og alóbrotið.

Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar við Jón Sverrisson í nóvember 1966 (SÁM 86/828) sjá: https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1003107

Myndirnar eru teknar á safninu á Fáskrúðsfirði þar sem sögð er saga spítalaskipsins og sagt ítarlega frá veru franskra sjómanna við Íslandsstrendur. (Ljósm. LM)

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.