Smali

Framan undir Skarðsfjalli er stendur í Landmannahreppi í Rangárvallasýslu stendur bær er Skarð heitir. Fyrir austan túnið stendur jarðfastur klettur. Er hann að vestanverðu hálf önnur mannshæð að hæð, en lægri nokkuð að austanverðu. Upp á honum standa tvær þúfur. Segja menn að kvíakona hafi orðið ill við smalamann fyrir því ær vantaði úr kvíunum. Jókst það orð af orði þangað til þau heittust og urðu að steini. Þúfur þær er upp á steininum standa eiga að vera höfuð þeirra, en steinninn er ávallt kallaður Smali.

(Íslenzkar Þjóðsögur og ævintýri/safnað hefur Jón Árnason; Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík: Þjóðsaga, 1954-1961, 1, bls. 459).

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.