Sóttarhellir

Strönd í Meðallandi

Einu sinni fóru 18 manns í fjallgöngur úr Fljótshlíð og settust að í helli einum til að hvíla sig. Sáu þeir þá út úr hellinum ævagamla tröllkonu og drógu dár að henni, en einn þeirra tók engan þátt í því og leitaðist við að aftra hinum frá því þó það kæmi fyrir ekki. Tröllkonan bað þeim þá bölbæna svo að þegar tók drepsótt þá alla nema þann einn er ekki hafði móðgað kerlu. Þeir dóu allir í hellinum og heitir hann síðan Sóttarhellir.

(Íslenzkar Þjóðsögur og ævintýri/safnað hefur Jón Árnason; Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík: Þjóðsaga, 1954-1961, 1, bls. 176).

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin

Tengdar sögur

Strönd í Meðallandi
Allar sögurnar

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.

Strönd í Meðallandi
Allar sögurnar

Skatan í Þverá

Jón magnar upp skötu til að stýra landbroti á bökkum Þverár.