Örskammt ofan við laxalögnina Skerið er Þjófaspöng í Þjórsá þar sem hringiðunni undan Urriðafossi sleppir. Þar er áin mjóst milli klappa og leggur þar ótrúlega fljótt í vægu frosti. Eitt sinn höfðu sveitamenn verið að elta landshornamann eða þjóf og höfðu króað hann af á klöppunum við mjóddina undan fossinum en einnar nætur ís var á ánni. Sá þjófurinn sér ekkert annað ráð til undankomu en að leggja út á ísinn og hljóp vestur yfir en hinir þorðu ekki að elta og komst hann þannig undan. (Örnefnaskrá Kálfholts)

Leave a Reply