Þuríðartorfa í Pétursey

Þuríður hlýddi ekki röddinni

Vestan í Pétursey er brekka einstök sem nær neðan frá sléttu og upp á brún á fjallinu og er svo sagt að í fornöld hafi börn mörg verið að skemmta sér á fögru vetrarkvöldi að bruna sér á klakatorfu í brekku þessari. Börnin voru kát og höfðu hátt við sig. Allt í einu heyrðist þeim sem kallaðværi snögglega:

„Hættið þið!“

Varð þeim þá bilt við og hættu öll nema tvær stúlkur; fóru þær hátt upp í brekkuna og brunuðu sér þaðan. Var þá enn kallað til þeirra sem fyrr:

„Hættið þið!“

en þær hættu ekki að heldur. Litlu síðar var kallað til þeirra í þriðja sinn með sama hætti. Onnur þeirra sem Þuríður hét sagðist ekki myndi hætta fyrir þetta og fór upp á brún og brunaði þaðan. Segir þá sagan að Þuríður hafi brunað ofan alla brekkuna, en gat ekki stanzað þó sléttlendið tæki við, heldur hafi torfan hlaupið með Þuríði alla leið út í sjó sem er þó langur vegur. Týndist Þuríður þar og heitir brekkan síðan Þuríðartorfa

(Íslenzkar Þjóðsögur og ævintýri/safnað hefur Jón Árnason; Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík: Þjóðsaga, 1954-1961, 3, bls. 62).

.

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.