Filippus bóndi Stefánsson í Kálfafellskot var smiður mikill, og var venja hans að gjöra til kola haust og vor. Haust eitt prjónaði kona hans Þórunn Gísladóttir, honum utanhafnarvettlinga, gráa með svörtum löskum, til hlífðar við skógarhöggið. Kvöldið, sem hún vænti kolgjörðarmannanna heim var hún með vinnukonu sinni stödd í baðstofu í hálfrökkri. Verður henni þá ltiið út um glugga;sér hún, að þar stendur maður og leggur stóra vettlinga á rúðurnar. Þykist hún kenna vettlinga Filippusar, en sér eigi framan í manninn, því að hann hallaði höfði út fyrir gluggakistuna. Þykist hún þá vita að Flippus sé kominn og ætli að hræða þær. Kallar þá Þórunn til vinnukonunnar og spyr hana, hvort hún vilji ekki sjá þann sem sé á glugganum. Stúlkan sá ekkert, en Þórunn sá vettlingana á glugganum eftir sem áður. Gengu þær þá út, en enginn var kominn. Að hálfum öðrum tíma lðinum komu kolagjörðarmennirnir
Skrásett af sr. Einari Þórðarssyni eftir frásögn Þórunnar Gísladóttur
Gráskinna hin meiri, fyrra bindi.1979.Útgefendur Sigurður Nordal og Þórbergur Þórðarsson. Reykjavík, Bókaútgáfan Þjóðsaga, bls. 189-190