Völvuleiði hjá Felli

Sigþór Sigurðsson í Litla-Hvammi stendur við völvuleiðið á Felli

Sigþór Sigurðsson í Litla-Hvammi stendur við völvuleiðið á Felli. (Ljósm. ÞNK)

Varast skyldi að slá völvuleiðið
Sólheimaþing er yzta prestakallið i Vestri-Skaftafellssýslu. Prestssetrið þar heitir á Felli. Í hlíðunum fyrir austan bæinn stendur leiði eitt sem kallað er Völvuleiði. Það snýr í norður og suður. Er svo mælt að valvan hafi búið á Felli og mælt svo fyrir áður hún dó að sig skyldi þar grafa sem fyrst skini sól á morgna og síðast á kvöldi og var hún því grafin í hlíð þessari. Hún sagði og að eigi skyldi slá leiði sitt á sumrum og mundi sá illt af hljóta sem það gjörði. En það sagði hún að vel mundi þeim vegna er eigi slægi leiði sitt og ákvað að bóndinn á Felli skyldi æ greiða 60 fiska til fátækra á ári hverju auk þess er honum bæri með réttu. Þessi siður helzt við enn í dag.

(Íslenzkar Þjóðsögur og ævintýri/safnað hefur Jón Árnason; Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík: Þjóðsaga, 1954-1961, 2, bls. 36).

 

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir á Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.