Allar sögurnar

Vettirnir á glugganum

Filippus bóndi Stefánsson í Kálfafellskot var smiður mikill, og var venja hans að gjöra til kola haust og vor. Haust eitt prjónaði kona hans Þórunn Gísladóttir, honum utanhafnarvettlinga, gráa með svörtum löskum, til hlífðar við skógarhöggið.  Kvöldið, sem hún vænti kolgjörðarmannanna heim var hún með vinnukonu sinni stödd í baðstofu í hálfrökkri.  Verður henni þá […]

Vettirnir á glugganum Read More »

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir á Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi. Vefinn var unninn á vegum Kirkjubæjarstofu með góðum styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands.Vefurinn Sagnir á Suðurlandi er svokallaður lifandi vefur þar sem mögulegt er að bæta við sögum með því að smella á hnappinn SENDA INN SÖGU. Einnig má senda inn myndefni með hverri sögu. Geta þarf

Um vefinn Read More »

Krossinn í Kaldaðarnesi

Fyrsti lútherski biskupinn tók niður krossinn í Kaldaðarnesi. Það varð hans bani.  Herra Gissur tók ofan krossinn í Kaldaðarnesi, á hvern þeir höfðu lengi heitið og margar heitgöngur til hans gengið úr öllum sveitum. Hann stóð þar í kórnum allt til daga herra Gísla, þá var hann hafður heim í Skálholt og þar sundur klofinn

Krossinn í Kaldaðarnesi Read More »

Fjalla-Eyvindur

Hér á eftir fara sögur af útilegumönnunum Eyvindi og Höllu.  Eyvindur var Jónsson og Margrétar. Þau bjuggu í Hlíð í Hrunamannahrepp í Árnessýslu. Fleiri voru börn þeirra hjóna  en ekki koma þau við þessa sögu nema Eyvindur og Jón bróðir hans eða hálfbróðir, faðir Gríms stúdents sem er nýdáinn áttræður og hafði búið allan sinn

Fjalla-Eyvindur Read More »

Gilitrutt

Kerling bauð ungu konunni aðstoð við ullarvinnuna fyrir hófleg laun. Einu sinni bjó bóndi einn ungur austur undir Eyjafjöllum. Hann var ákafamaður og starfsamur. Þar var sauðganga góð er hann var og átti bóndi sauðfé mikið. Hann var þá nýkvæntur er þessi saga gjörðist. Kona hans var ung, en duglaus og dáðlaus. Nennti hún ekkert

Gilitrutt Read More »

Anna frá Stóruborg og Hjalti

Vigfús lögmaður og hirðstjóri Erlendsson á Hlíðarenda var ákaflega ríkur maður og mikill höfðingi. Hann lést í hafi á leið  til Íslands vorið 1521. Hann átti Guðrúnu Pálsdóttur frá Skarði, þess er veginn var 1496, Jónssonar. Þau áttu þrjár dætur. Var ein þeirra Guðríður, er átti Sæmundur ríki Eiríksson í Ási í Holtum, önnur Kristín,

Anna frá Stóruborg og Hjalti Read More »

Skatan í Þverá

Jón magnar upp skötu til að stýra landbroti á bökkum Þverár. Eins og alkunnugt er liggja jökulvötn þau, sem falla milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla, í ýmsum stöðum. Þegar þau falla hið eystra, er kallað þau liggi í Markarfljóti, og hafa þau gert þar miklar skemmdir, einkanlega í Stóradalssókn. Þegar þau falla að vestanverðu, er kallað

Skatan í Þverá Read More »