Rangárþing eystra

Gilitrutt

Kerling bauð ungu konunni aðstoð við ullarvinnuna fyrir hófleg laun. Einu sinni bjó bóndi einn ungur austur undir Eyjafjöllum. Hann var ákafamaður og starfsamur. Þar var sauðganga góð er hann var og átti bóndi sauðfé mikið. Hann var þá nýkvæntur er þessi saga gjörðist. Kona hans var ung, en duglaus og dáðlaus. Nennti hún ekkert […]

Gilitrutt Read More »

Anna frá Stóruborg og Hjalti

Vigfús lögmaður og hirðstjóri Erlendsson á Hlíðarenda var ákaflega ríkur maður og mikill höfðingi. Hann lést í hafi á leið  til Íslands vorið 1521. Hann átti Guðrúnu Pálsdóttur frá Skarði, þess er veginn var 1496, Jónssonar. Þau áttu þrjár dætur. Var ein þeirra Guðríður, er átti Sæmundur ríki Eiríksson í Ási í Holtum, önnur Kristín,

Anna frá Stóruborg og Hjalti Read More »

Skatan í Þverá

Jón magnar upp skötu til að stýra landbroti á bökkum Þverár. Eins og alkunnugt er liggja jökulvötn þau, sem falla milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla, í ýmsum stöðum. Þegar þau falla hið eystra, er kallað þau liggi í Markarfljóti, og hafa þau gert þar miklar skemmdir, einkanlega í Stóradalssókn. Þegar þau falla að vestanverðu, er kallað

Skatan í Þverá Read More »

Bruni á Stórólfshvoli

Verðmætin voru komin í kirkjuna áður en bærinn brann Katrín Erlendsdóttir, kona (d. 1693).Vigfúsar sýslumanns Gíslasonar (d. 1647) á Hvoli, var kvenskörungur mikill og sögð harðráð og peningaskyggn. Eftir að hún var orðin ekkja, brann bærinn á Stórólfshvoli með miklum auðæfum. Þóttist hún þá sjá mann sinn hvessandi logann og fleiri ótrúleg býsn. Hafði hún

Bruni á Stórólfshvoli Read More »

Grettisskarð

Grettiskarð heitir skarð mikið norðarlega í Hrútafellsfjalli (undir Eyjafjöllum). Það er, að sögn, eitt af þrekvirkjum Grettis sterka Ásmundsonar, er hann vann á ferðum sínum. Það stykki, er hann þar úr hratt, er hamar feiknastór, sem Drangur heitir, til vissu margar mannhæðir á hæð og eftir því ummálsmikill. Við hann er bærinn í Drangshlíð kenndur,

Grettisskarð Read More »

Bæjarbruni á Móeiðarhvoli

Þorsteinn Magnússon frá Espihóli, sýslumaður Rangvellinga, bjó að Móeiðarhvoli og var jafnan talinn með hinum vitrustu og mestu sýslumönnum. Valgerður er nefnd kona hans, Bjarnadóttir sýslumanns hins ríka á Skarði, afar ágjörn og miskunnarlaus við snauða menn, að talið er. Er það eitt til dæma talið, að eitt sinn væri hún á þingi með Þorsteini

Bæjarbruni á Móeiðarhvoli Read More »

Ögmundur biskup og fuglanetið

Guð bjargar mönnum um fugl til matar Móðir Ögmundar [Pálssonar] hét Margrét og var Ögmundardóttir. Bróðir hennar hét Þórólfur og var kallaður biskup. Hann bjó vestur í Laugardal á Vestfjörðum. Þar verður fyrst til að taka að hann [Ögmundur] hélt Breiðabólstað mörg ár. Það bar við einu sinni á páskadag að þar var lagt fuglanet

Ögmundur biskup og fuglanetið Read More »