Galdrar og fjölkynngi

Krossinn í Kaldaðarnesi

Fyrsti lútherski biskupinn tók niður krossinn í Kaldaðarnesi. Það varð hans bani.  Herra Gissur tók ofan krossinn í Kaldaðarnesi, á hvern þeir höfðu lengi heitið og margar heitgöngur til hans gengið úr öllum sveitum. Hann stóð þar í kórnum allt til daga herra Gísla, þá var hann hafður heim í Skálholt og þar sundur klofinn […]

Krossinn í Kaldaðarnesi Read More »

Skatan í Þverá

Jón magnar upp skötu til að stýra landbroti á bökkum Þverár. Eins og alkunnugt er liggja jökulvötn þau, sem falla milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla, í ýmsum stöðum. Þegar þau falla hið eystra, er kallað þau liggi í Markarfljóti, og hafa þau gert þar miklar skemmdir, einkanlega í Stóradalssókn. Þegar þau falla að vestanverðu, er kallað

Skatan í Þverá Read More »

Dætur Magnúsar lögmanns Ólafssonar

Guðríður fann er menn voru feigir Þau hjón Magnús lögmaður Ólafsson og Ragnheiður Finnsdóttir biskups áttu dóttur er Þóra hét. Hún varð aðeins 4 ára. Það var merkilegt um hana að þegar hún hafði fengið málið fór að bera á því að oftast nær gat hún á morgnana sagt fyrir hvort gestir kæmu um daginn,

Dætur Magnúsar lögmanns Ólafssonar Read More »

Ögmundur biskup og fuglanetið

Guð bjargar mönnum um fugl til matar Móðir Ögmundar [Pálssonar] hét Margrét og var Ögmundardóttir. Bróðir hennar hét Þórólfur og var kallaður biskup. Hann bjó vestur í Laugardal á Vestfjörðum. Þar verður fyrst til að taka að hann [Ögmundur] hélt Breiðabólstað mörg ár. Það bar við einu sinni á páskadag að þar var lagt fuglanet

Ögmundur biskup og fuglanetið Read More »

Haugurinn við Strönd

Hér segir Rannveig Einarsdóttir (1895-1990) frá Strönd í Meðallandi frá fornmannahaugi við Strönd og álögum honum tengdum. Á Strönd var hóll, norður af bænum, aflangur með þúfu. Það var nú sagt að það væri haugur, að þar hefði einhver verið heygður. Og fólk var nú að ímynda sér að það gæti verið eitthvað gulls ígildi

Haugurinn við Strönd Read More »

Álög á Meðallandsprestum

Meðallendingum hélst lengi vel illa á prestum sínum og fórust margir þeirra í sviplegum slysum. Hér segir Einar Sigurfinnsson (1884-1979) frá Háu-Kotey í Meðallandi frá álögum sem talinn voru hvíla á prestum sóknarinnar.  Einu sinni sem oftar, þarna í Meðallandinu, þurfti að flytja kirkjuna undan sandfoki, kirkju og grafreit. Ég held að kirkjan hafi þá

Álög á Meðallandsprestum Read More »

Hólmasel og Skúli fógeti

Menn höfðu ýmsar skýringar á Skaftáreldahamförunum. Hér segir Einar Sigurfinnsson (1884-1979) frá Háu-Kotey í Meðallandi frá samferðamanni sínum sem taldi Skúla fógeta hafa haft eitthvað með hamfararnir að gera. Ég var einu sinni á ferð, og með okkur var gamall maður, fróður og skemmtilegur. Við áttum leið fram með Skaftáreldahrauninu frá 1784. Við fórum að

Hólmasel og Skúli fógeti Read More »

Sigþór Sigurðsson í Litla-Hvammi stendur við völvuleiðið á Felli

Völvuleiðið á Felli

Völvuleiðið á Felli mátti ekki slá, því þá fylgdu gjarnan slysfarir í kjölfarið eins og títt var um völvuleiði. Hér segir Jón Sverrisson (1871-1968) frá Nýjabæ í Meðallandi, síðar bóndi í Álftaveri frá tveimur ábúendum á Felli sem slógu leiðið og hefndist fyrir. Þegar séra Oddgeir Guðmundsson prestur bjó á Felli, þá lét hann einu

Völvuleiðið á Felli Read More »