Völvuleiðið á Felli mátti ekki slá, því þá fylgdu gjarnan slysfarir í kjölfarið eins og títt var um völvuleiði. Hér segir Jón Sverrisson (1871-1968) frá Nýjabæ í Meðallandi, síðar bóndi í Álftaveri frá tveimur ábúendum á Felli sem slógu leiðið og hefndist fyrir.

Þegar séra Oddgeir Guðmundsson prestur bó á Felli, þá lét hann einu sinni slá torfuna þar sem völvuleiðið var, en hún var rétt fyrir austan bæinn. Þá gekk lækur sem Klifandi heitir svo hart fram að hann tók heilmikið af heimatúninu á Felli og lagði í eyði.

Þegar Gísli heitinn Kjartansson frá Elliðavatni bjó á Felli, þá hafði hann tvo unglingspilta fyrir vinnumenn. Þeir voru báðir skaftfellskir. Hann sendi þá, á aðfangadag, að gá að lömbum. Þeir komu ekki heim um kvöldið og svo þegar að þeim var leitað daginn eftir, fundust þeir báðir dauðir, höfðu hrapað í gilið. Og það var álitið að það hefði verið vegna þess að hann lét slá þessa torfu, presturinn, óaðvitandi.

 

Eftir sögn Jóns Sverrissonar. Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í nóvember 1967 (SÁM 89/1742) sjá https://www.ismus.is/i/audio/uid-bcb22d80-9e28-4986-b8ed-b374931b9558.

Leave a Reply