Náttúra

Slysfarir Hraunsbænda

Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá örlögum feðganna Bjarna Bjarnason (1856-1917) eldri og Bjarna Bjarnason (1892-1937) yngri sem voru bændur í Eystra- Hrauni á fyrra skeiði 20. aldar og drukkuðu báðir í sitt hvoru slysinu.  Bjarni Bjarnason bjó í Hrauni í Landbroti, gekk vel búskapurinn og varð vel efnaður. En áður […]

Slysfarir Hraunsbænda Read More »

Skipsströnd á Hverfisfjöru og við Skaftárós

Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá skipsströndum á Hverfisfjöru og Meðallandsfjörum á fyrra skeiði 20. aldar.  Það strandaði einu sinni skip á Hverfisfjörum og það tókst illa til með strandmennina. Það varð vart við þá daginn áður en þeim var bjargað en ekki gerð nein gangskör að því. Svo kól þá

Skipsströnd á Hverfisfjöru og við Skaftárós Read More »

Slysfarir í Kúðafljóti

Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá drukknunum í Kúðafljóti snemma á 20. öld.  Í Kúðafljóti drukknaði, skömmu eftir aldamótin 1900, Eggert Guðmundsson ljósmyndari  frá Söndum [1905]og Einar Bergsson bóndi á Mýrum í Álftaveri [1918]. Þar drukknaði líka séra Sveinn Eiríksson prestur í Ásum í Skaftártungu [1907]. Hann drukknaði í Kúðafljóti á

Slysfarir í Kúðafljóti Read More »

Drukknun Kristófers pósts

Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá drukknun Kristófers Þorvarðarsonar (1854-1893) pósts í Svínadalsvatni.  Í Svínadalsvatni drukknaði Kristófer Þorvarðarson póstur. Hann var þá í póstferð og ætlaði að ríða vatnið en það var vont að sundleggja það. Hesturinn er talinn hafa flækst í beislinu þegar hann var að sundríða vatnið. En ég

Drukknun Kristófers pósts Read More »

Rifinn álagablettur á Heiði

Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá afleiðingum þess að álagablettur var rifinn þar á jörðinni. Þorbjörn var bróðir þeirra systra, Elínar (1897-1974) og Kristínar (1892-1980) Bjarnadætra sem voru síðustu ábúendur á Heiði.  Á Heiði var rifinn sundur álagablettur, af bónda af næsta bæ. En síðan virðist vera komin einhver vera í

Rifinn álagablettur á Heiði Read More »

Gráhóll á Heiði

Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá álagahólinum Gráhól sem er í landareigin Heiði.  Á Heiði á Síðu er álagahóll fyrir neðan túnið, sem að Gráhóll heitir. Þetta er mjög skemmtilegur hóll, hann er eins og djúp skál í lögun og nokkrar mannhæðir að dýpt. Og það mátti aldrei láta illa þarna,

Gráhóll á Heiði Read More »

Hrafninn við Breiðbalakvísl

Skaftfellingar, líkt og aðrir Íslendingar, höfðu ríka trú á hrafninum. Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1876-1965) frá Heiði á Síðu frá hrafni sem hjálpaði honum á ferðalagi , líklega á þeim árum sem hann var vinnumaður á Hörgslandi á Síðu, og síðan frá feigðarspá þeirra á undan andlátum bænda í sveitinni.  Einu sinni var ég að

Hrafninn við Breiðbalakvísl Read More »

Níska prestfrúarinnar í Hólmaseli

Kirkjustaðurinn Hólmasel hvarf undir Skaftáreldahraunið 1783. Hér segir Rannveig Einarsdóttir (1895-1990) frá Strönd í Meðallandi frá prestfrúnni á staðnum sem þótti nísk. Þegar það sást hvað verða vildi í Hólmaseli í Skaftáreldum þá bað presturinn konu sína að gefa fólkinu að borða það sem það vildi, skyr og rjóma og annað sem til væri. En

Níska prestfrúarinnar í Hólmaseli Read More »

Krukkspá og Kötlugosið 1918

Hér segir Gísli Tómasson (1897-1990) frá Melhól í Meðallandi frá Krukkspá sem talin var hafa rætst í Kötlugosinu 1918. Gömul Krukkspá var til á bæ í Meðallandinu sem ég komst einu sinni í. Hún var með gamla letrinu og langtum meira í henni en nýju útgáfunni. Kötlugosið síðasta fór nákvæmlega jafnlangt og Krukkur spáði. Hann

Krukkspá og Kötlugosið 1918 Read More »