Rifinn álagablettur á Heiði

Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá afleiðingum þess að álagablettur var rifinn þar á jörðinni. Þorbjörn var bróðir þeirra systra, Elínar (1897-1974) og Kristínar (1892-1980) Bjarnadætra sem voru síðustu ábúendur á Heiði. 

Á Heiði var rifinn sundur álagablettur, af bónda af næsta bæ. En síðan virðist vera komin einhver vera í húsið hjá systrunum á Heiði, sem klappar á öxlina á þeim öðru hvoru og þá sjá þær út um heilan vegginn eins og hann væri gluggi.

Sögn Þorbjarnar Bjarnasonar (SÁM 90/2300). Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í júní 1970 sjá https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1012337

 

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.