Um vefinn

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Kirkjubæjarstofa, Kirkjubæjarskóli á Síðu og Héraðsbókasafnið á Kirkjubæjarklaustri

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi. Vefurinn er í vinnslu en  nú þegar eru komnar inn um 300 sögur og myndir með nokkrum þeirra sem sýna sögustaðinn eða sögupersónur.

Sunnlendingar og aðrir eru hvattir til að smella á hnappinn SENDA INN SÖGU og bæta þannig sögum við vefinn. Munið eftir að geta heimildar og hver tók myndina ef þið sendið inn mynd.

Það er Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri sem sér um verkið en margir aðilar koma að vinnunni.

     Verkefnisstjóri er Lilja Magnúsdóttir. 

Samstarfsaðilar eru: Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi; Rósa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur á Árnastofnun; Júlíana Magnúsdóttir, þjóðfræðingur; Beata Rutkowska, landfræðingur. Erna Margrét Jóhannsdóttir, nemi, hefur unnið við að setja sagnirnar inn á vefinn.

Hönnuður vefsins í upphafi var Lília Carvalho sem er grafískur hönnuður og myndlistarmaður.

This is lupina

Þegar vefurinn var endurhannaður var það Vefsidugerd.com sem sá um verkið og hannaði líka lógó fyrir vefinn. 

Vefsíðugerð logó

Uppbyggingarsjóður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga hefur styrkt verkefnið. Sá styrkur hefur verið grunnurinn að því að þessi vefur yrði að veruleika.

Uppbygginarsjóður Suðurlands

Tengdar sögur