Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi. Vefurinn er í vinnslu.

Það er Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri sem sér um verkið en margir aðilar koma að vinnunni.

Uppbyggingarsjóður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga hefur styrkt verkefnið og gert okkur kleift að vinna verkið.

Hönnuður vefsins er Lília Carvalho sem er grafískur hönnuður og myndlistarmaður.

Verkefnisstjóri er Lilja Magnúsdóttir, kynningarfulltrúi Skaftárhrepps og ritstjóri vefsins Eldsveitir.is

Samstarfsaðilar eru: Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi; Rósa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur á Árnastofnun; Júlíana Magnúsdóttir, þjóðfræðingur; Beata Rutkowska, landfræðingur. Erna Margrét Jóhannsdóttir, nemi, hefur unnið við að setja sagnirnar inn á vefinn.

Tengdar sögur

Skatan í Þverá

Jón magnar upp skötu til að stýra landbroti á bökkum Þverár.

Kjallakatungur eða Kjalrákartungur

Kjalrák eftir skip í Þjórsárdal skýrir örnefnið. Tröllafjölskylda sem dagaði uppi

Bruni á Stórólfshvoli

Verðmætin voru komin í kirkjuna áður en bærinn brann Katrín Erlendsdóttir,