Fjalla-Eyvindur
Hér á eftir fara sögur af útilegumönnunum Eyvindi og Höllu. Eyvindur var Jónsson og Margrétar. Þau bjuggu í Hlíð í Hrunamannahrepp í Árnessýslu. Fleiri voru börn þeirra hjóna en ekki koma þau við þessa sögu nema Eyvindur og Jón bróðir hans eða hálfbróðir, faðir Gríms stúdents sem er nýdáinn áttræður og hafði búið allan sinn […]