Uppsveitir Árnssýslu

Fjalla-Eyvindur

Hér á eftir fara sögur af útilegumönnunum Eyvindi og Höllu.  Eyvindur var Jónsson og Margrétar. Þau bjuggu í Hlíð í Hrunamannahrepp í Árnessýslu. Fleiri voru börn þeirra hjóna  en ekki koma þau við þessa sögu nema Eyvindur og Jón bróðir hans eða hálfbróðir, faðir Gríms stúdents sem er nýdáinn áttræður og hafði búið allan sinn […]

Fjalla-Eyvindur Read More »

Kjallakatungur eða Kjalrákartungur

Kjalrák eftir skip í Þjórsárdal skýrir örnefnið. Tröllafjölskylda sem dagaði uppi er rétt hjá Búrfelli. Þess er getið í sögu Ólafs konungs Tryggvasonar, að Hjalti Skeggjason hafi byggt skip sitt heima í Þjórsárdal og flutt það til sjávar eftir Rangá hinni vestri. Hjalti bjó á Skeljastöðum í Þjórsárdal og byggði kirkju á bæ sínum, og

Kjallakatungur eða Kjalrákartungur Read More »

Arnes útilegumaður

Hér er sagt frá útilegumanninum Arnesi sem fyrst stal lítilræði en fór á fjöll til að forðast refsingu.  Vorið 1755, þegar Magnús amtmaður Gíslason sat á Leirá en Arnór sýslumaður Jónsson bjó í Belgsholti í Melasveit, varð Arnes nokkur Pálsson á Akranesi eða í Garðasókn uppvís að þjófnaði, ei fæ eg sagt hvílíkum. En áður

Arnes útilegumaður Read More »

Dætur Magnúsar lögmanns Ólafssonar

Guðríður fann er menn voru feigir Þau hjón Magnús lögmaður Ólafsson og Ragnheiður Finnsdóttir biskups áttu dóttur er Þóra hét. Hún varð aðeins 4 ára. Það var merkilegt um hana að þegar hún hafði fengið málið fór að bera á því að oftast nær gat hún á morgnana sagt fyrir hvort gestir kæmu um daginn,

Dætur Magnúsar lögmanns Ólafssonar Read More »

Draugur á Brúnatanga

Á svokölluðum Brúnatanga rétt hjá eyðibýlinu Brúnum var draugur. Þorleifur Þorleifsson á Tjörnum sem er næsti bær við Brúnir, var á ferð á þessum slóðum nokkru fyrir aldamótin 1900. Hann sá þá mann ganga frá Brúnatanga niður að Tjörnum og heilsaði honum. Sá sem heilsað var tók þá ofan hatt sinn og fylgdi höfuðið með.

Draugur á Brúnatanga Read More »

Vatnaskrímsli fyljar meri

Saga af því að skrímsli fylji meri og önnur saga af því að skrímsli hafi náð til kýr. Merin og kúin eignast vatnskennd afkvæmi sem ekki lifa.  Elías Halldórsson fræðimaður frá Sandhólaferju segir á einum stað frá því að skrímsli hafi átt það til að fylja merar og kelfa kýr. Á ótilgreindum bæ á Skeiðum

Vatnaskrímsli fyljar meri Read More »

Álagaklettar í Framnesi og Útburður á Brúsastöðum

Álagaklettar í Framnesi Þegar Jón Halldórsson tók við búi í Framnesi 1924 var honum sagt að hrófla ekki við tveimur klettum í túni bæjarins og hefur því verið fylgt síðan. Klettar þessir sem eru í smáhalla rétt norðan við bæjarhús eru nafnlausir en líklegt er talið að þar búi huldufólk (GIJ). Útburður á Brúsastöðum Við

Álagaklettar í Framnesi og Útburður á Brúsastöðum Read More »