Álagaklettar í Framnesi og Útburður á Brúsastöðum

Álagaklettar í Framnesi

Þegar Jón Halldórsson tók við búi í Framnesi 1924 var honum sagt að hrófla ekki við tveimur klettum í túni bæjarins og hefur því verið fylgt síðan. Klettar þessir sem eru í smáhalla rétt norðan við bæjarhús eru nafnlausir en líklegt er talið að þar búi huldufólk (GIJ).

Útburður á Brúsastöðum

Við svonefnda Brúsastaði í landi Framness er sagt að útburður haldi sig. Að sögn Guðbjörns Jónssonar ber staðurinn nafn af því að þar stóð áður brúsapallur. Engar sagnir eru um útburð þennan eða tilurð hans. (Örnefnaskrá Áss, GIJ)

 

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.