Jóhannesargil í landi Berustaða

Sagnir herma að vinnumaður einn, Jóhannes að nafni hafi drukknað eða drekkt sér í brunni þar sem heitir síðan Jóhannesargil. Þá stóðu fjárhús á þessum stað og má enn má móta fyrir tóftum þeirra. Jafnan þótti óhreint við Jóhannesargil þó engum sögum fari af reimleikunum þar. Staðurinn er nálægt því að vera miðja vegu milli Berustaða og fornbýlisins Þórarinsstaða. Annar sögustaður í landi Berustaða er svokallaðar Sigurbjargarpyttur, skammt frá heimatúni, milli bæjar og Stekkatúns. Þar hafa hlutir týnst og fundist aftur með dularfullum hætti en staðurinn dregur nafn af Fanneyju
Sigurbjörgu Jóhannsdóttur á Berustöðum (f. 1931). (StR, Örnefnaskrá Berustaða).

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.