Slysfarir Hraunsbænda

Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá örlögum feðganna Bjarna Bjarnason (1856-1917) eldri og Bjarna Bjarnason (1892-1937) yngri sem voru bændur í Eystra- Hrauni á fyrra skeiði 20. aldar og drukkuðu báðir í sitt hvoru slysinu. 

Bjarni Bjarnason bjó í Hrauni í Landbroti, gekk vel búskapurinn og varð vel efnaður. En áður en hann varð gamall maður drukknaði hann í tjörn heima við bæinn, fór þar niður um ís. Þetta var röskleikamaður og mjög skemmtilegur. Sonur hans hét Bjarni og bjó líka í Hrauni. Hann var veiðimaður og veiddi oft í Skaftárósi og skaut þar seli. Svo var það einu sinni fór hann einn með byssuna, ríðandi. Og það veit enginn hvað gerðist hefur en hann drukknaði í þeirri ferð og fannst síðan rekinn á Hverfisfjöru um vorið.

Sögn Þorbjörns Bjarnasonar (SÁM 90/2309. Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í júní 1970 sjá https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1012481

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.