Draugavísa í Hafursey

Hafursey

Hafursey (Ljósm. ÞórirN K)

Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá reimleikum í Hafursey og draugavísu sem hann skildi eftir í sæluhúsinu þar. 

Í Hafursey á Mýrdalssandi var mjög reimt. Það var hellir þar sem að ferðamenn gistu í og flúðu oft úr því að þar var svo mikill hávaði að þeir héldust ekki við þar, og gerðu sér ekki grein fyrir hvað það gæti verið. Og nú var það einu sinni að við fórum tveir austan af Síðu til Víkur og mér datt til hugar á austurleiðinni að skrifa vísu á blað og festa á sperru í sæluhúsinu. Það gerði ég og vísan er svona:

Hér drauga dapur her

er dagsins ljósið sér.

Að fælist burt og fer

á flugi heim með þér.

Svo vissi engin í 40 ár hver hafði gert vísuna. Það var ekki fyrr en á seinni árum að ég lét vísuna koma fram en þá voru þeir allir dánir sem voru að forvitnast um hana.

Sögn Þorbjörns Bjarnasonar (SÁM 902336). Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í október 1970 sjá https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1012807

 

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.