Kvíar voru hafðar um skeið við Lambhúskletta í Nýjabæ en þar var talin vera huldufólksbyggð. Hér segir Guðrún Oddsdóttir í Nýjabæ frá því hvernig það fór.
Hér eru klettar sem ég hef lagt bann við að hreyfa. Lambhúsklettur heitir einn þeirra og annar Réttarklettur. Það voru nokkur sumur mjólkaðar ær þar í kvíum og á sumarin dó alltaf ein ærin og veiktist og var svona öll eins og blá og marin. En síðan þegar kvíarnar voru fluttar burtu þaðan, þá bar aldrei á þessu aftur. Það var aldrei gerðar neinar glettur við þennan klett eða neitt svoleiðis. Svo var það einu sinni að mamma var að þurrka þar sokkadót í skafaþerrir, blauta sokka, og það hafði ekkert þornað allan daginn í sólarfara og var jafnblautt að kvöldi. Og það heldur ekki breitt á klettinn oftar.
(Eftir sögn Guðrúnar Oddsdóttur. Viðtal Jóns Samsonarsonar og Helgu Jóhannsdóttir í júní 1970 (SÁM 85/432): https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1022287