Huldufólk býr í steinum við Rauðalæk
Í Surtteigsholti við Rauðalæk er mikið af stórum steinum og þar var talið að byggi huldufólk. Holt þetta er í landi Brekkna. Surtteigur heitir votlend skák rétt hjá holti þessu og þeim bletti fylgja þau ummæli að þar hrekst aldrei hey. Bletturinn hefur ekki verið sleginn um áratugaskeið. Fyrir um þremur áratugum sá ungur sonur Jónasar Sigurðssonar á Brekkum “lítinn skrýtinn karl” í Surtteigsholti sem hvarf inn í einn klettinn í holtinu. Hann sagði foreldrum sínum frá. Drengurinn sem heitir Sigurður er fæddur 1961 og varð atburðurinn fyrir um þremur áratugum síðan.
(Örnefnaskrá Brekkna, JónasSig.)