Útburðarvæll og ljósagangur

Rimar heita lítið holt rúmlega kílómeter norðan og austan við bæjarhús á Efri – Rauðalæk. Þar sáust oft óútskýranleg ljós og sumir heyrðu þar útburðarvæl. Smalar voru smeykir við að vera þar á ferð í rökkri eða dimmviðri. Heimildarmaður að þessu er Ingveldur Jónsdóttir sem fædd var 1902 og var að eigin sögn alin upp sem gustukabarn á Efri Rauðalæk.

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir á Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.