Norðan við Þykkvabæ í Landbroti er allmikið gil sem Hestlækjargil heitir. Áður en vegur sá sem nú er farinn var lagður var í gilinu gjóta sem var kölluð Peningagjóta.
Í henni átti að vera fólgið fé, gull eða silfur. Það þótti vafasamt að vera að grafa fé sitt í jörðu því að ef menn dóu frá því þá áttu menn að ganga aftur, enda átti að vera draugur þarna. Ég hef heyrt að draugurinn átti að hafa verið á hesti. Einhverntíma gekk bónda einum úr Landbrotinu illa að komast þarna yfir gilið um vetur. Snjór var en hann taldi að það hefði nú verið rof sem tafði nú eitthvað fyrir honum.. Kann ekki meira að segja frá því.
(Eftir sögn Vilhjálms Eyjólfssonar á Hnausum. Guðmundur Óli Sigurgeirsson skráðir, feb. 2000. Óbirt handrit, geymt á Héraðsbókasafninu á Kirkjubæjarklaustri)