Hvirfilbylur í Meðallandi

Hvirfilbyljir hafa stundum sótt Meðallendinga heim. Hér segir Gísli Tómasson (1897-1990) frá Melhól í Meðallandi frá því þegar einn slíkur tók hlöðuþak á bænum.

Á Meðallandssléttunni er jafnan jafnvinda þótt það geri vond veður. En einstaka sinnum hafa þó hús fokið, og hefur það þá gerst í nokkurskonar hvirfilbyljum. Einu sinni kom það fyrir hérna hjá mér að slíkur vindur svipti hálfu hlöðuþaki í burtu. Það voru dekkslár úr togara úr furu sem héldu þakinu, sem að voru æði sterkar, og þær voru kubbaðar yfir þvert inn í miðja hlöðu og ég sá aldrei neitt af þakinu sem fór meir.

Frásögn Gísla Tómassonar. Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í maí 1984 (SÁM 93/3432): https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1040534

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir á Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.