Þjóðsögurnar geta og þess ef menn fyrirfara sér sjálfir og einkum ef það eru heldri menn og af sérstaklegum orsökum. Þannig heitir Nikulásargjá gjá sú sem liggur austanvert við Lögberg á hinum forna þingstað Íslendinga á Þingvöllum og eru þau drög til þess að Nikulás sýslumaður Magnússon í Rangárvallasýslu skal hafa steypt sér í hana af því hann óttaðist að hann mundi falla á mannorðsmáli sem hann átti í um það leyti. Þessi viðhurður er sagt að hafi orðið 1742.
(Íslenzkar Þjóðsögur og ævintýri/safnað hefur Jón Árnason; Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Reykjavík: Þjóðsaga, 1954-1961, 2, bls. 103).