Krukkspá og Kötlugosið 1918

Hér segir Gísli Tómasson (1897-1990) frá Melhól í Meðallandi frá Krukkspá sem talin var hafa rætst í Kötlugosinu 1918.

Gömul Krukkspá var til á bæ í Meðallandinu sem ég komst einu sinni í. Hún var með gamla letrinu og langtum meira í henni en nýju útgáfunni. Kötlugosið síðasta fór nákvæmlega jafnlangt og Krukkur spáði. Hann sagði að þetta gos myndi koma og komast austur í Auðnublá í Meðallandi, sem er fram af Syðra Bakkakoti, úti í mýrinni. Þetta stóð heima, það komst ekki austur fyrir hana en í hana, alveg eins og Krukkur spáði.

Frásögn Gísla Tómassonar.Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í maí 1984 (SÁM 93/3434): https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1040551

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir á Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.