Kampholtsmóri á ferðalagi

Kampholtsmóri er einn frægasti draugur Árnesinga en hann á líka til að bregða sér í önnur héruð, að minnsta kosti austur yfir Þjórsá, enda þekktur af því að ferðast um alla Árnessýslu. Einu sinni snemma á 20. öld átti bóndinn í Kampholti brýnt erindi austur að Efri Hömrum í Holtum, en kunningskapur var milli bæjanna. En illviðri og ófærð töfðu ferð hans um heila viku. Í þeirri sömu viku varð vart við undarlegan umgang og hark heima á Efri Hömrum og nokkrir af heimilismönnum sáu svip móra. Lýstu þeir honum þannig: Lítill karl og ræfilslegur með rifinn hattkúf á höfði, rauðleitan skegghýjung á vöngum og virtist klæddur grámórauðum görmum. Hann sýndist vanta fætur og fótleggi fyrir neðan hné og standa í lausu lofti, hnéhæð frá gólfi. (HH1)

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir á Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.