Hér segir Þorbjörn Bjarnason (1895-1971) frá Heiði á Síðu frá drukknun Kristófers Þorvarðarsonar (1854-1893) pósts í Svínadalsvatni.
Í Svínadalsvatni drukknaði Kristófer Þorvarðarson póstur. Hann var þá í póstferð og ætlaði að ríða vatnið en það var vont að sundleggja það. Hesturinn er talinn hafa flækst í beislinu þegar hann var að sundríða vatnið. En ég held að klárinn hafi samt komist af.
Sögn Þorbjarnar Bjarnasonar (SÁM 90/2309). Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í júní 1970 sjá https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/101