Á svokölluðum Brúnatanga rétt hjá eyðibýlinu Brúnum var draugur. Þorleifur Þorleifsson á Tjörnum sem er næsti bær við Brúnir, var á ferð á þessum slóðum nokkru fyrir aldamótin 1900. Hann sá þá mann ganga frá Brúnatanga niður að Tjörnum og heilsaði honum. Sá sem heilsað var tók þá ofan hatt sinn og fylgdi höfuðið með. Þorleifur sló þá með söndugri svipuól sinni ofan í strjúpann. Við það hvarf draugurinn með eldglæringum (Jón R. Hjálmarsson og Þórður Tómasson, 1962-1986. Goðasteinn. 7. árgangur, 2, bls. 54).
Um vefinn
Vefurinn Sagnir á Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.