Ferstikla slegin

Hér segir Gísli Tómasson (1897-1990) á Melhól frá því þegar álagabletturinn Ferstikla í landi Efri-Eyjar var sleginn.

Það kom fyrir bónda hér að hann sló álagablett, fyrir nokkrum árum. Þessi blettur er austur á Efri-Eyjarbæjum og heitir Ferstikla. Þar er eins og það hafi verið byggt, ferhornótt í kringum eitthvað og svo var þúfa á hverju horni. Og þessi bóndi sló þetta. Þá vildi það til að kindurnar hans fóru að fara úr ullinni í kringum þorra og sumar drápust, sem fengu þetta hey. Hann sagðist ekki slá blettinn oftar og ég held að hann hafi staðið við það. En þetta var allt óeðlilegt sem fram fór hjá honum með fénaðinn. (15/7 10 mín)

Frásögn Gísla Tómassonar. Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í maí 1984 (SÁM 93/3431): https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1040527

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir á Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.