Hér segir Gísli Tómasson (1897-1990) frá Melhól í Meðallandi frá fornminjum í Skaftártungu, meðal annars Granagiljum þar sem nokkrir brennumenn Njáls Þorgeirssonar voru sagðir vegnir og heigðir.

Þarna fyrir innan Flögu í Skaftártungu er eitthvað sem menn vita ekki hvað hefur verið. Sumir halda að þar hafi verið þingstaður áður fyrr, en það eru engar heimildir til um það. En þarna eru einhverjar fornminjar sem að sýna að þarna hefur eitthvað verið aðhafst. Í Granagiljum í Búlandi voru sumir af brennumönnum heigðir. Þar drap Kári Sölmundarson nokkra menn og þeir voru heigðir í Granagiljum. Þar hafa sést aðeins bein standa út úr rofum, meðal annars þegar ég var í Búlandsseli.

Eftir frásögn Gísla Tómassonar. Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í maí 1984 (SÁM 93/3431): https://www.ismus.is/i/audio/uid-869d09c4-d609-4100-9431-3b0518664fa2 og https://www.ismus.is/i/audio/uid-23fbe694-ebfe-4988-8811-d5c8a65df8d5

Leave a Reply