Glúmshaugur í Meðallandi

Hér segir Gísli Tómasson (1897-1990) frá Melhól í Meðallandi frá haugi brennumanns sem Kári Sölmundarson vó í Meðallandi og frá bæjarstæðum Melhólsbæja.

Kári Sölmundarson vó einn brennumann hér í Meðallandi, Glúm, og haugur hans var lengi hornmark á milli Melhóls, Strandar eða Rofabæjarlands og Efri-Eyjar. Hann átti að hafa verið akkúrat í mörkum. En menn vita ekki lengur hvar hornmarkið er og um hauginn. En þeir Kári börðust við svokallað Breiðalækjargljúfur, og þeir höfðu kletta að baki sér, þar lét Kári Björn standa að baki sér við bergið. Þetta var kallað Kringlumýri í fornöld. Þetta fór allt í sand en er að gróa upp aftur. En Melhólsbærinn stendur nú á sínum þriðja stað, upphaflega hefur hann staðið til norðausturs upp á hraunbrúninni. Og hét þá að Undirhrauni. Svo var hann fluttur þaðan hérna út á hraunið þar sem best er gróið framan við veginn. Síðan fór það í sand og þá var bærinn fluttur hingað. En þetta er gömul landnámsjörð, Undirhraun, var numið á sama tíma og Skarð.

Frásögn Gísla Tómassonar. Viðtal Hallfreðar Arnar Eiríkssonar í maí 1984 (SÁM 93/3431): https://www.ismus.is/tjodfraedi/hljodrit/1040530

Tengdar sögur

Kirkjubæjarstofa á Kirkjubæjarklaustri

Um vefinn

Vefurinn Sagnir af Suðurlandi er safn þjóðsagna sem gerast á Suðurlandi.

Skatan í Þverá

Jón magnar upp skötu til að stýra landbroti á bökkum Þverár.